Tryggingamiðstöðin hefur í þremur skömmtum selt hlutabréf í félaginu fyrir samtals rétt um 265 milljónir króna. Viðskiptin voru gerð dagana 18. september síðastliðinn og er síðasti uppgjörsdagur þeirra 4. október næstkomandi.

Viðskiptin eru gerð á genginu 33,55-34,1 króna á hlut, að því er fram kemur í tilkynningu. Gengi hlutabréfa Haga hefur hækkað um 0,44% það sem af er degi og stendur það nú í 34,05 krónum á hlut.

TM á eftir viðskiptin 24.057.558 í hluti í Högum. Ætla má að markaðsverðmæti þeirra miðað við gengi bréfa Haga nú sé 819 milljónir króna.