Hagnaður Sir Drinkalot ehf., sem rekur vínveitingastaðinn Kalda bar, nam rúmlega 26,6 milljónum króna á síðasta rekstrarári og dróst lítillega saman milli ára.

Rekstrarhagnaður nam 33,5 milljónum króna og stóð nánast í stað milli ára. Tekjur af rekstri námu 191,2 milljónum króna og voru 3,5 milljónum lægri en árið 2017.

Eignir félagsins drógust saman um 4 milljónir króna milli ára, nema nú 96 milljónum, en skuldir lækkuðu að sama skapi, úr 63,5 milljónum í 57,6 milljónir króna. Meðal eigna félagsins er 15% hlutur í Bjórböðunum en bókfært verð er 15 milljónir króna. Að meðaltali voru stöðugildi hjá félaginu sex talsins.

Annað árið í röð greiða eigendur félagsins sér 25 milljónir króna í arð. Eigendur Sir Drinkalot eru Faxabrekka ehf. og Ég get þetta ekki einn ehf., hvort með 40% hlut, og George Leite de Olivera Santos.