Rúm 570 tonn af frosnu loðdýrafóðri voru skipuð um borð í flutningaskipið Indian Reefer á Ísafirði um helgina. Það er Klofningur ehf. sem er að flytja út fóðrið og liggur leið þess til Danmerkur að því er segir í netfrétt Bæjarins besta á Ísafirði.

Þetta er þetta annar farmurinn sem fluttur er út en loðdýrafóðursvinnslan var opnuð í nóvember síðastliðnum. Í BB kemur fram að ætlunin er að halda áfram útflutningi til Danmerkur en það er háð verði. Klofningur hefur leigt húsnæði í gamla Íshúsfélaginu á Ísafirði af Hraðfrystihúsinu ? Gunnvöru undir starfsemina. Fóðrið er unnið úr fiskafgöngum, þeir hakkaðir og frystir til útflutnings.