Bandarískt fyrirtæki selur persónuupplýsingar rúmlega 300 þúsund Dana. Upplýsingarnar hafa fengist frá ýmsum vefsíðum þar sem þeim er safnað í cookies eða kökur textaskrár sem fara til þriðja aðila. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV .

Fjallað var um þetta í heimildamyndinni Privatliv til salg eða „Einkalíf til sölu“ sem sýnd var á DR1 í gærkvöldi en meðal upplýsinga sem hægt er að kaupa eru skrár yfir 2500 sykursjúka einstaklinga og nöfn rúmlega 9000 einstaklinga sem hafa sótt í skattaskjól. Meðal upplýsinga eru kyn, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og áhugamál. Fyrirtækið selur áfram þessar upplýsingar til fyrirtækja sem eru að leita að ákveðnum markhóp. Hægt er að finna ansi marga markhópa á vefsíðu þeirra.

Fyrirtækið safnar upplýsingum meðal annars út frá tímaritaáskriftum, netnotkun og innkaupasögu, þeir játuðu einnig fyrir DR að þeir fengju upplýsingar frá dönskum vefsíðum. En þá fórur starfsmenn DR að skoða málið og könnuðu 166 vefsíður sem senda „cookies“ skrár til þriðja aðila. Síðurnar voru bæði opnar síður og síður sem geymdu persónulegar upplýsingar, til dæmis um sjúkdóma, þar sem þurfti lykilorð til að komast inn. Vandamálið er að yfirvöld vita enn ekki hvaða fyrirtæki það eru sem senda upplýsingar til þriðja aðila og til hvers upplýsingarnar eru notaðar.