Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap, sem framleiðir tæki sem mælir súrefnismettun og æðavídd í augnbotnum hefur selt fimmtánda tæki sitt til Sviss. Tækið verður afgreitt í mánuðinum. Eitt tæki og tilheyrandi búnaður kostar um 12,4 milljónir króna.

Salan er ein af þeim góðu fréttum sem Samtök atvinnulífsins ( SA ) hafa birt upp á síðkastið.

Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap, segir í frétt um málið íhlutina í tækið aðkeypta en hugbúnaðinn þróaðan hér á landi.

Oxymap var stofnað í Reykjavík árið 2002 og eru starfsmenn átta talsins.