Tæplega 70% íbúa Seltjarnarness eru ánægðir með útsvar sveitarfélagsins með tilliti til þess hvað þeir fá til baka.

Í nýrri viðhorfskönnun Capacent Gallup á viðhorfum til sveitarfélaga kemur fram að þegar íbúar Seltjarnarness voru spurðir „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með útsvar/skatt sveitarfélagsins með tilliti til þess havð þú færð til baka?“ sögðust 69,8% svarenda vera ánægðir. 23,2% merktu við valmöguleikann „Hvorki né“ og 7,1% sögðust vera óánægðir.

Könnunin var framkvæmd í gegnum netið dagaan 12. júní til 14. júlí sl.

Úrtakið var 4.800 manns en 2.962 íbúar 15 stærstu sveitarfélaga landsins svöruðu könnuninni. Fjöldi svarenda á Seltjarnarnesi var 103.