ASK arkitektum hefur verið falið að deiliskipuleggja svonefndan Sementsreit á Akranesi, en skrifað var undir samning um efnið í dag. Stefnt er að því að skipulagsferlinu verði lokið fyrir lok árs 2016.

Akraneskaupstaður tók við svæðinu í árslok 2013 en áætlanir standa til um að nýta það fyrir íbúðabyggð og þjónustu auk hafnartengdrar starfsemi. Skiplagssvæðið er alls um 75 þúsund fermetrar.

„Sementsreiturinn sjálfur er 55 þúsund fermetrar og svo nær skipulagið yfir Faxabrautina meðfram honum og einnig yfir hluta hafnarsvæðisins. Ásýnd strandlengjunnar á Akranesi mun taka miklum breytingum með uppbyggingunni þarna.“