Verðmöt á fyrirtækjum hjá Greiningu Íslandsbanka eru unnin samkvæmt sjóðstreymisgreiningu. Út er komið sérefni þar sem útskýrt er í meginatriðum hvernig þeirri aðferðafræði er beitt. Sé sjóðstreymisgreining unnin út frá sjónarhóli eigenda er leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hversu mikið fé getur orðið til í rekstrinum í framtíðinni og hversu mikið af því kemur í hlut eigenda, að núvirði?

Ráðgjöf Íslandsbanka um að kaupa eða selja hlutabréf fyrirtækis fer eftir verðmati miðað við núverandi rekstur og er mat á fyrirtækinu sem fjárfestingarkosti til langs tíma. Vogunarráðgjöf er hins vegar ráðgjöf þeirra til skemmri tíma. Fer vogunarráðgjöfin eftir því hvort þeir hafa trú á að hlutabréf félagsins muni skila betri ávöxtun en markaðurinn í heild horft 3-6 mánuði fram í tímann. Er tekið tillit til margra þátta, meðal annars markaðsaðstæðna, tíðinda sem eru á döfinni hjá fyrirtækinu, hvernig eignarhaldi er háttað og svo framvegis.

Sjá nánar skýrslu á vef Íslandsbanka.