Á haustþingi Rannís sem haldið var á Grand hótel í morgun var fjallað um fjármögnun háskóla með áherslu á rannsóknir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir það vera nauðsynlegt að setja niður hvert hlutverk doktorsnáms er á Íslandi og hversu marga á að útskrifa. Hann lítur á það jákvæðum augum að nemendur fari erlendis í doktorsnám.