Gríðarleg fækkun hefur orðið á fjölda starfa í fjármálageiranum eftir fall gömlu bankanna og síðar fleiri fjármálafyrirtækja. Við það fækkaði dýrari starfskröftum á borð við sérfræðinga í fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringu sem og starfsmönnum á erlendri grundu. Það olli því að meðallaun bankanna drógust enn meira saman.

Eitthvað var þó um að bankamenn flyttust til skilanefnda sem hafa verið að greiða hærri laun en nýju bankarnir. Skilanefnd Glitnis greindi frá því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda hafi numið yfir 300 milljónum króna á síðasta ári og má ætla að meðallaun 22 starfsmanna hafi verið um 900 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar tölur eru ekki aðgengilegar frá skilanefndum Landsbankans og Kaupþings.

-Nánar um launabreytingar bankanna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins