Fyrirhugað er að fækka talsvert starfsmönnum hjá embættis sérstaks saksóknara um næstu áramót, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Í fyrra unnu hjá embættinu 109. Starfsmenn eru nú 99.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segist í samtali við Fréttablaðið ekkert geta tjáð sig um málið núna.

„Við getum ekkert sagt fyrr en fjárlagafrumvarpið er komið fram,“ segir hann. Ólafur segir þó að embættið hafi skilað tillögugerð til innanríkis ráðuneytisins varðandi fjárlög næsta árs en síðan fengið upplýsingar um að hún næði ekki fram að ganga. Ólafur segir reksturinn og umfang starfseminnar fara eftir því hvað fáist í reksturinn í fjárlögum.

Í fjárlögum 2012 fékk embættið 1,3 milljarða króna. Það var lækkað niður í 849 milljónir í fjárlögum þessa árs. Fjárlögin verða