Opnuð hafa verið tilboð í lagnaefni fyrir hitaveitu á Eskifirði. Um er að ræða foreinangruð stálrör í stofnlagnir og dreifkerfi veitunnar en þau á að afhenda á þessu ári og á fyrri hluta næsta árs. Eitt tilboð barst og var það frá SET ehf. á Selfossi að upphæð kr. 54.750.926.-

Kostnaðaráætlun var ekki gerð fyrir útboðið. Farið verður yfir tilboðið og er gert ráð fyrir að gengið verði til samninga á grundvelli þess í næstu viku. Fjórir aðilar tóku gögn vegna útboðsins.

Hönnun dreifikerfisins er á lokastigi og er gert ráð fyrir að lagning dreifikerfisins verði boðin út á næstu vikum. Stefnt er að verklokum við dreifikerfið um áramót 2005-2006.