Breska verðbréfafyrirtækið Seymour Pierce mælir með sölu á hlutabréfum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Fyrirtækið telur nú litlar líkur á því að Baugur reyni að taka yfir félagið.

Verðbréfafyrirtækið bendir á að Baugur geti ekki verið ánægður með gengi Woolworths, en tekjur félagsins hafa dregist saman um 4,6% miðað við sama fjölda verslana.

Baugur á um 28% í Woolworths í gegnum Unity-fjáfestingafélagið, sem er einnig í eigu FL Group og athafnamannsins Kevin Stanfords. Í greiningarnótu frá Seymour Pierce segir að líklegt sé að Baugur reyni að brjóta upp félagið, en telur það þó ekki vænlegan kost.