Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi. Sigmundur stefnir á fyrsta sætið á lista flokksins í kjördæmi. Þar fyrir situr flokksbróðir hans og þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson. Sigmundur Davíð býr nú í Seljahverfinu í Breiðholti.

Hann segir í samtali við Vikudag á Akureyri ekki búinn að hvert og hvenær hann ætli að flytja lögheimili sitt.

Framboðslisti Framsóknarflokksins verður ákveðinn í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit 1. desember næstkomandi.

„Það er erfitt að taka ákvörðun um hvar maður á að búa,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við blaðið.

Viðskiptablaðinu reyndist ekki unnt að ná sambandi við Sigmund Davíð í tengslum við málið.