Sigríður Heiðar hefur verið ráðin markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Excursions Gray Line. Sigríður lauk meistaranámi í Alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskóla Íslands árið 2012 og er með B.Sc. gráðu í ferðamálafræðum frá sama skóla.

Fram kemur í tilkynningu að Sigríður starfaði síðast sem verkefnastjóri ferðaskrifstofusölu WOW air og þar á undan sem verkefnastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Iceland Express á árunum 2007 til 2012.

Iceland Excursions Gray Line er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki og aðalstarfsemi þess er einkum skipulagðar dagsferðir með ferðamenn út frá Reykjavík. Fyrirtækið velti um tveimur milljörðum króna á síðasta ári og flutti um 350 þúsund farþega í skipulögðum ferðum.