Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, er nýr formaður

Sigrún Björk Jakobsdóttir.
Sigrún Björk Jakobsdóttir.
stjórnar Landsnets en kosið var í stjórn á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Sigrún Björk tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens, sem lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets í fimm ár.

Stjórn Landsnets er núna skipuð Sigrúnu Björk, eins og áður sagði, sem og Svönu Helen Björnsdóttur, framkvæmdastjóri Stika, og Ómari Benediktssyni, framkvæmdastjóra Farice. Þá var Svava Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, endurkjörin varamaður í stjórn á fundinum á fimmtudaginn.

Greiða 400 milljónir í arð

Landsnet hagnaðist um 4.010 milljónir króna í fyrra samanborið við 3.762 milljónir árið 2014. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækkuðu úr 14.350 milljónum króna í 16.183 milli ára. Lausafjárstaða fyrirtækisins er sterk og nam handbært fé 8.072 milljónum í fyrra sem er mjög svipað og árið á undan.

Á aðalfundi Landsnets í gær var tillaga stjórnar um 400 milljóna króna arðgreiðslu til eigenda samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsnet greiðir arð á þeim rúma áratug sem fyrirtækið hefur starfað. Eigendur Landsnets eru Landsvirkjun, sem á 65% hlut, RARIK sem á 22%, Orkuveita Reykjavíkur sem á 7% og Orkubú Vestfjarða sem á 6% hlut.

Kasta krónunni

Í fyrsta skiptið frá árinu 2008 voru eignir fyrirtækisins endurmetnar og námu þær 103 milljörðum króna í árslok 2015. Endurmat eigna tafðist vegna óvissu um arðsemi tekjumarka. Vaxtaberandi skuldir námu 42 milljörðum, þar af voru um 90% fjármagnaðar í íslenskum krónum. Frá og með þessu ári mun Landsnet hætta að gera upp í krónum og gera upp í dollurum. Ástæðan er sú að að meirihluta tekna félagsins er í dollurum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .