*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Fólk 5. september 2018 13:21

Sigurður ráðinn til ÍV

Íslensk verðbréf hafa ráðið Sigurð Rúnar Ólafsson í starf sérfræðings í verðbréfamiðlun.

Ritstjórn
Sigurður Rúnar Ólafsson
Aðsend mynd

Íslensk verðbréf hafa ráðið Sigurð Rúnar Ólafsson í starf sérfræðings í verðbréfamiðlun. 

Sigurður hefur 10 ára starfsreynslu af fjármálamarkaði, m.a. fyrir Byr Sparisjóð, Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. og Landsbankann hf. Hann hefur víðtæka reynslu af verðbréfamiðlun, greiningum, áhættustýringu fjárfestinga, og fjárfestingum í skráðum verðbréfum innanland og erlendis. Síðar starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Hörpugötu 1 ehf, þar sem hann sinnti fjárfestingum, áhættustýringu og öðrum verkefnum.

Sigurður hefur lokið MSc. í fjárfestingarstjórnun frá Cass Business School í London og BSc. í fjármálum frá Háskóla Íslands. Að auki lauk hann löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2012.

Íslensk verðbréf eru verðbréfafyrirtæki með áherslu á eignastýringu og verðbréfamiðlun sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Starfsmenn búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði samfara fjölbreyttri menntun. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri , auk skrifstofu að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar.