Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá MP Straumi, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns FÍ fasteignafélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Lífeyrissjóður verslunarmanna á stærstan hlut í FÍ fasteignafélagi og nemur eignarhluturinn 19,9%. Þá eiga A- og B-deildir LSR samtals 18,9% og Gildi lífeyrissjóður 14,9%.

Stærstu eignir félagsins eru fasteignin við Borgartún 25, hús Listaháskólans við Þverholt 11 og fasteignin við Ármúla 1 í Reykjavík.