Sigurður Garðarsson verkfræðingur hefur verið ráðinn yfirmaður rekstrar Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar frá og með 1. apríl. Tekur Sigurður við störfum af Ásgeiri S. Ingvasyni sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

Sigurður útskrifaðist sem byggingaverkfræðingur frá UW Madison BNA árið 1984 og lauk MBA rekstrarhagfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2002.

Undanfarin 6 ár hefur hann m.a. unnið að uppbyggingu Nesvalla í Reykjanesbæ, sem er þjónustu- og íbúðakjarni fyrir eldra fólk.