*

laugardagur, 5. desember 2020
Fólk 12. maí 2020 15:42

Sigurður Tómas skipaður í Hæstarétt

Dómsmálaráðherra tilnefnir Sigurð Tómas Magnússon sem dómara við Hæstarétt Íslands. Hann tekur við af Helga I. Jónssyni.

Ritstjórn
Sigurður Tómas Magnússon, nýskipaður dómari við Hæstarétt Íslands
Aðsend mynd

Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Þórdís Kolbrún sem sat fyrir hönd Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, lagði fram tillöguna í dag um að Sigurður verði skipaður þann 18. maí næstkomandi. 

Sjá einnig: Hipsum-haps í umsögnum dómnefndar

Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson drógu umsæknir sínar til baka þann 29. apríl síðastliðinn eftir að drög dómnefndar voru send til umsækjenda. Þegar Landsréttur var skipaður í heild sinni sumarið 2017 var það niðurstaða dómnefndar að Davíð Þór hefði verið hæfastur umsækjenda en hann hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar nú frekar en í desember síðastliðnum. 

Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að allir umsækjendurnir uppfylltu almennu hæfisskilyrði embættisins en að Sigurður Tómas stæði öðrum umsækjendum skör framar.