Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, hafa verið sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. RÚV greinir frá þessu.

Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan málskostnað. Þar á meðal 24 milljónir í málsvarnarkostnað Sigurjóns og Elínar.

Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir umboðssvið vegna sjálfsskuldaábyrgða, sem Landsbankinn gekkst í vegna hlutabréfakaupa í bankanum.

Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar.