Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í morgun dæmdur í tólf mánaða fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn honum og undirmönnum hans í bankanum. Voru þeir sakaðir um markaðsmisnotkun með því að hafa handstýrt verði hlutabréfa í bankanum á skipulagðan hátt.

Refsingu Sigurjóns skal hins vegar frestað um níu mánuði haldi hann almennt skilorð. Sindri Sveinsson, starfsmaður eigin fjárfestinga bankans, var sýknaður. Ívar Guðjónsson, fyrrum forstöðumaður eigin fjárfestinga, og Júlíus S. Heiðarsson voru hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi, en refsingu skal frestað í sex mánuði.

Gæsluvarðhald kemur til frádráttar refsingu.