„Við höfum selt mjög mikið af eignum út úr bankanum á síðustu 10 dögum, og sérstaklega í síðustu viku. Þess vegna búumst við því að bankinn muni komast í gegnum þetta."

Sigurður sagði jafnframt að Kaupþing myndi starfa á morgun í sömu mynd og í dag.

Aðspurður um hvort hann sæi bankaumhverfið á Íslandi á morgun samanstanda af Kaupþingi og síðan ríkisbönkum, sagði Sigurður að það væri ekki óhugsandi.

Sigurður sagði að margir hefðu gert mistök - bankarnir, þar með talinn Kaupþing, Seðlabanki Íslands og yfirvöld. Sigurður áréttaði þó að Ísland væri ekki eina landið sem hefði gert mistök. Upphaf erfiðleikanna mætti þó rekja til ytri aðstæðna.

Sigurður vildi ekki segja til um hvort sú leið sem ríkið fór með því að taka 75% í Glitni hefði verið rétt, en hafi verið varhugaverð.

(Frétt breytt 20.18).