,,Íslenska krónan er of lítil og óstöðug og þar af leiðandi mun hún verða lögð niður,? sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, á málþingi hjá Dansk Industri í Kaupmannahöfn, samkvæmt frétt á vefsíðu danska viðskiptablaðsins Børsen.

,,Ísland er með lítið og opið hagkerfi og við getum ekki lifað við það til lengdar að gjaldmiðillinn sveiflist jafn mikið og íslenska krónan hefur gert. Ég tel því að hún muni verða lögð niður. Það væri eðlilegast að tekinn yrði upp evra á Íslandi,? sagði Sigurður.

Børsen greinir frá því að Kaupþing treysti það lítið á gengi og stöðugleika íslensku krónunnar að félagið hafi flutt eigið fé bankans yfir í aðra gjaldmiðla.