Sigurður Pétursson hefur að eigin ósk, að því er kemur fram í tilkynningu félagsins, látið af störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alfesca en mun í samráði við yfirstjórn fyrirtækisins vinna áfram í óákveðinn tíma sem ráðgjafi að ýmsum verkefnum á sviði viðskiptaþróunar.

Sigurður hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 og hefur frá 2005 gegnt stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Í fyrstu gegndi hann starfi markaðsfulltrúa og verkefnastjóra móðurfélagsins á Íslandi en í upphafi árs 2002 hélt hann til starfa í Frakklandi þar sem hann tók við starfi framkvæmdastjóra Iceland Seafood France (áður Nord Ocean Seafood). Árið 2003 var Sigurður ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá SIF France og árið 2004 gegndi hann starfi framkvæmdastjóra kælisviðs félagisins segir í tilkynningu félagsins..