Síldarvinnslan hf. hefur keypt öll hlutarbréf í Austlaxi á Seyðisfirði. Austlax hefur um tveggja ára skeið stundað fiskeldi í Seyðisfirði í samvinnu við Færeyinga og hefur heimild til fimmtán hundruð tonna laxeldis. Þessi kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréfum í Austlaxi eru hluti af styrkingu Síldarvinnslunnar og Samherja í fiskeldi.

Gert er ráð fyrir að þeir sem haft hafa umsjón með fiskeldinu hjá Austlaxi muni gera það áfram, en yfirumsjón með því fellur undir stjórnunarmynstur á laxeldi Sæsilfurs hf. í Mjóafirði.