Breska flugfélagið Silverjet hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir að fjárhagsvandi félagsins neyddi það til að hætta við öll sín flug og gera farþega sína þannig að strandaglópum. Silverjet bauð eingöngu upp á flug á fyrsta farrými.

Tæplega 10.000 manns þurfa að breyta sínum áætlunum vegna þess að Silverjet hættir við sín flug. Önnur flugfélög eru ekki skyldug til að taka við ónotuðum Silverjet-miðum sem greiðslu.

„Við gerðum okkar besta til að afstýra því að þessi staða kæmi upp, en á þeim tíma sem var til stefnu tókst okkur ekki að tryggja þá fjármögnun sem til þurfti til að halda rekstri áfram“ sagði Lawrence Hunt, forstjóri Silverjet.