Síminn hóf í dag útsendingu á íþróttastöðinni NASN, sem er nýjasta viðbótin í sjónvarpsþjónustu Símans. NASN, eða north American Sports Network, er skemmtileg íþróttastöð sem sýnir eingöngu frá bandarískum íþróttagreinum. Körfuboltaáhangendur hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast í mars þar sem NASN mun sýna Beint frá March Madness, úrslitakeppni bandarísku háaskóladeildarinnar.

Í March Madness keppa bestu háskóla körfuboltalið í heiminum í einum vinsælasta íþróttaviðburði vestanhafs og einhverjum stærsta körfuboltaviðburði ár hvert. Aðgangur að stöðinni er tækifæri til að sjá næstu kynslóð körfuboltaleikmanna sýna hvað þeir geta í von um að vekja athygli og komast í stærstu körfuboltadeildirnar. Þeir leika ekki eingöngu upp á sigur eða tap, heldur um framtíð sína í atvinnumennsku en það tryggir körfubolta í hæsta gæðaflokki.

NASN mun bjóða tveggja vikna körfuboltamaraþon. Frá 17. mars verða sýndir eins margir leikir úr Final 64 og mögulegt er, þar á meðal allir leikir frá sweet sixteen og the elite eight fram að úrslitaleik í beinni útsendingu. Annan og fjórða apríl verða sýndir beint úrslitaleikirnir í Final four, sem úrskurða um sigurvegara. NASN sendir út með upphaflegu hljóði og lýsingu beint frá CBS eins og segir í tilkyningu Símans.

NASN er eina stafræna sjónvarpsstöðin í Evrópu sem er eingöngu tileinkuð norður amerískum íþróttum 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar. NASN sýnir mikilvæga íþróttaviðburði beint frá útsendingaraðila með upphaflegri lýsingu frá Bandaríkjunum og Kanada ótruflað og óklippt. Stöðin sýnir dagkrárliði frá FOX sports, CBS, MSG og Raycom og mun sýna fjölmarga íþróttaviðburði beint í hverri viku. NASN næst eingöngu á Breiðbandi Símans og verður í opinni dagskrá til kynningar til að byrja með. Til þess að ná stöðinni þarf að hafa stafrænan myndlykil frá Símanum. Hann má nálgast í næstu þjónustumiðstöð Símans.