Síminn og fjárfestingafélagið Exista hafa selt eignarhluti sína í Kögun, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Skoðun, félag í eigu fjarskipta- og fjölmiðlasamstæðunnar Dagsbrúnar, hefur gert yfirtökutilboð í Kögun á genginu 75 krónur á hlut.

Samtals áttu Síminn og Exista 37,98% í Kögun. Heildarverðmæti viðskiptanna, miðað við gengið 75, er því tæpir 5,5 milljarðar króna.