Simon Johnson, hagfræðiprófessor við MIT, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að grundvallarvandamálið í fjármálakerfunum sé freistnivandi þar sem bankarnir séu í lykilhlutverki því það séu þeir sem taki lán í stórum stíl. "Ég hef verið gagnrýninn á bankana og hlutverk þeirra í þessu. En freistnivandinn snýr líka að sparifjáreigendum, hann er hjá okkur öllum. Svo minnst sé á fasteignaveðlánin í Bandaríkjunum þá voru þetta lán með þrefalt AAA í lánshæfiseinkunn, þau áttu að vera örugg fjárfesting með aðeins hærri ávöxtun. Bönkunum og hlutabréfasjóðum líkaði það og almenningi sömuleiðis.

Simon segir að vilji menn ávaxta einn dal eða eina krónu og fá hana til baka með 100% vissu þá ýtir það undir ákveðna tegund af fjármálauppbyggingu og stjórnvöld úti um allan heim ábyrgist innstæður. "Þær eru á ábyrgð stjórnvalda og það gefur bönkunum tækifæri til að verða sér úti um ódýrari fjármögnun. Við bætast annars konar ábyrgðir, s.s. vegna banka sem eru of stórir til þess að falla. Þetta skekkir myndina. Hlutafé fer upp og niður og það er takmarkað hvað fólk vill eiga mikið af hlutafé. Það vill þess vegna eiga innstæður í bönkum og það vill ríkistryggðar innstæður. Við höfum búið til kerfi sem ýtir undir grunnvandann.“

Sjá viðtalið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.