Viðskiptaráðuneyti Singapúr tilkynnti að landsframleiðsla landsins hefði dregist saman sem nemur um 1,5% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á öðrum ársfjórðungi var búist við 0,7% samdrætti. Sú varð ekki raunin og óx landsframleiðslan naumlega um 0,2%.

Singapúr komst því hjá tæknilegri kreppu en land er talið vera í tæknilegri kreppu þegar landsframleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga í röð.

Hagvöxtur í Asíulöndunum hefur minnkað aðallega vegna minnkandi útflutnings til Evrópu og Bandaríkjanna. Sterkt gengi singapúrska dollarans er einnig að kenna minnkandi útflutnings. Landið reiðir sig að miklu leyti á útflutning en samtals nemur útflutningur landsins um 310 milljörðum dollara.