*

þriðjudagur, 26. október 2021
Erlent 30. október 2018 19:03

Sjá fram á methagnað

Sony hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið 2018 um 30% og reikna nú með 7,7 milljarða dollara hagnaði.

Ritstjórn
epa

Japanski tæknirisinn Sony hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið 2018 um 30% og reikna nú með 7,7 milljarða dollara hagnaði, sem nemur um 845 milljörðum íslenskra króna. Þessi hækkun á afkomuspá kemur í kjölfar mikils gróða fyrirtækisins á öðrum ársfjórðung ársins en hagnaður ársfjórðungsins nam 2,1 milljarði dollara. BBC greinir frá þessu.

Mikil eftirspurn eftir tölvuleikjunum God of War og Spider-Man er sögð vera megin ástæðan fyrir þessari sterku afkomu. 

Ásamt tölvuleikjahluta fyrirtækisins skilaði kvikmyndahluti og tónlistarhluti fyrirtækisins miklum gróða. Miðað við þessa spá þá stefnir í methagnað hjá Sony.    

Stikkorð: Sony