Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28% samkvæmt könnun Capacent Gallup. Flokkurinn fékk 26,7% atkvæða í síðustu alþingiskosningum, en fékk um 27,5% samkvæmt síðustu könnun.

Samfylkingin er næst stærsti stjórnmálaflokkurinn með 19% fylgi, en fékk 12,9% í síðustu kosningum. Björt framtíð mælist með 15% fylgi en fékk 8,2% í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn mælist með 12% fylgi, rétt eins og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Framsókn fékk  24,4% atkvæða í síðustu kosningum en VG 10,9%.

Tæplega 8% aðspurðra segist myndi kjósa Pírata og 6% segist myndi kjósa aðra flokka en nú sitja á alþingi.

Tæplega 11% myndu skila auðu eða ekki kjósa og um 10% taka ekki afstöðu eða neita að svara. Niðurstöðurnar eru byggðar á netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 29. júlí til 28. ágúst.