Þótt Sjálfstæðisflokkurinn mælist eftir sem áður með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi, hefur flokkurinn aldrei mælst minni í könnunum MMR , eða með 19,0%, sem er rúmlega þremur prósentustigum minna en við mælingu júnímánaðar.

Könnunin var framkvæmd 4. - 17. júlí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 2031 einstaklingur, 18 ára og eldri. Píratar eru næst stærstir með 14,9% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu mælingum, en á sama tíma jókst fylgi Miðflokksins um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mældist nú 14,4%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 40,9%.

Hér má sjá niðurstöður könnunar MMR:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,0% og mældist 22,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 14,9% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,4% og mældist 10,6% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,5% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,4% og mældist 7,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.