Skotland gæti hagnast um 5 milljarða punda á ári eftir 15 ár án þess að hækka skatta ef það yrði sjálfstætt ríki, segir Alex Salmond forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar.

Danny Alexander, aðalritari ríkissjóðs, svaraði þessari tilkynningu með því að benda á að Skotar væru 1400 pundum ríkari á mann við að hafna sjálfstæði vegna arðs sem Bretland greiðir hverri konu, manni og barni sem býr í Skotlandi. Þetta kemur framm í nýrri skýrslu sem mat fjárhagsstöðu sjálfstæðs Skotlands frá árinu 2016 til 2035-36.

Breski ráðherra ríkisstjórnar sagði að sjálfstætt Skotland gæti þurft að standa frammi fyrir hærri vöxtum á ríkislánum og gætti átt í fjárhagserfiðleikum vegna minnkandi olíuauðlindum og þjóð sem er að verða gömul.

Skoska ríkisstjórnin hefur áætlað að 0,3 prósent aukning í langtíma framleiðslu aukningu í landinu gæti hækkað ríkistekjur um 2,4 milljarða punda á ári fyrir árið 2029. Einnig myndi aukning í atvinnuþátttöku um 3,3 prósent skila ríkistekjum upp á 1,3 milljarða punda meira á ári samkvæmt minnisblaði Skosku ríkisstjórnarinnar. Fólksfjölgun gæti einnig aukið ríkistekjur um 1,5 milljarða punda á ári fyrir árið 2029.

Alex Salmond segir minnisblaðið gefa mjög góða mynda af því hvernig sjálfstæði Skotlands myndi hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þessar breytingar myndu samanlagt hækka ríkistekjur um meira en 5 milljarða punda á ári innan við 15 ár, án þess að hækka skatta.

Salmond sagði einnig að Skotland væri eitt af ríkustu löndum heims, en þyrfti völd sjálfstæðis til þess að auðlindir þess gæti haft góð áhrif á efnahagsstöðu allra í landinu.

Salmond bætti við að þegar kosið verður um sjálfstæði í september standi Skotland frammi fyrir ákvörðun milli þess að leyfa efnahagskerfi sínu að vaxa og auka ríkistekjur til að fjárfesta í opinberri þjónustu, eða að halda áfram að fylgja efnahagsstefnu sem sett er í Westminister sem hunsar þarfir Skotlands.