Nýgerður kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna var samþykktur með afgerandi meirihluta atkvæða innan SSÍ.

Þetta kemur fram á vef LÍU en talningu atkvæða lauk í vikunni.

Já sögðu 329 eða 84,8% þeirra sem kusu. Nei sögðu 11,6% og auðir og ógildir seðlar voru 3,6%. Á kjörskrá voru 1971. Atkvæði greiddu 388 eða 19,7%.

Þá hefur nýgerður kjarasamningur Alþýðusambands Vestfjarða og LÍÚ einnig verið samþykktur.