Hópi íslenskra sjómanna sem eiga lögheimili utan Íslands var skylt að greiða tekjuskatt á Íslandi. Þetta er niðurstaða skattrannsóknarstjóra í máli þriggja íslenskra sjómanna en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðinu hafa um tuttugu íslenskir sjómenn verið til rannsóknar vegna sömu mála. Einstaklingarnir starfa allir hjá sömu fyrirtækjasamstæðunni. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir þær niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa ákveðna línu fyrir málin sem eftir standa.

Viðskiptablaðið greindi frá rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum sjómannanna síðastliðið sumar. Kom þá fram að yrði niðurstaðan sú að þeim hafi borið skylda til að greiða skatt hér á Íslandi þá yrði þeim gert að endurgreiða þá fjárhæð sem undan var dregin. Upphæðin nemur í mörgum tilvikum tugum milljóna fyrir hvern einstakling.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.