Stjórn tryggingafélagsins Sjóvár áformar að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir aðalfund félagsins sem fer fram 29. apríl næstkomandi. Kerfið á vera í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá fjármálafyrirtækjum.

Það þýðir að á ársgrundvelli má kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skal greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki 3 ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Reglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Þá er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð.

Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku stendur til að auka hámarskfjárhæð kaupaukans upp í 100%.