Skapandi greinar á Íslandi skiluðu á síðasta ári að lágmarki 9.371 ársverk eða tæplega 6% af heildarvinnuafli landsmanna samkvæmt rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina sem Íslandsstofa kynnti í gær. Þá veltu þessar greinar 191milljarði króna á árinu 2009 sem vill svo til að er nákvæmlega sama tala og verðmæti áls- og annarrar málmframleiðslu var í landinu í fyrra.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun