Facebook hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið vegna þess að skattgreiðslur félagsins í Bretlandi voru afar lágar. Heildar fyrirtækjaskattgreiðslur félagsins í Bretlandi árið 2014 einungis 4.327 pund, eða tæplega 800 þúsund krónur. Félagið takmarkaði m.a. skattgreiðslur sínar með að nýta sér glufur í skattkerfinu og skrá tekjur félagsins í Írlandi, en frádráttarheimildir þar í landi gerði félaginu kleift að takmarka verulega skattgreiðslur sínar.

Nú hefur verið tilkynnt um að fyrirtækið muni greiða skatt af auglýsingatekjum félagsins í Bretlandi, en búist er við því að skattgreiðslur félagsins munu aukast verulega við þetta. BBC greinir frá. Samkvæmt frétt BBC þá mun Facebook auka töluvert við tekjur sínar í Bretlandi, auk þess sem skattgreiðslur fyrirtækisins munu aukast verulega.

Nýjar skattareglur í Bretlandi neyða fyrirtækið til að greiða skattalegar skyldur þar í landi. Nýji skatturinn nemur 25% af hagnaði sem er færður úr landi. Fyrirtækjaskattur í Bretlandi er 20%, en nýju reglunni er ætla að hvetja fyrirtæki til að flytja hagnað ekki úr landinu.