*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 14. mars 2015 11:32

Skattrannsóknarstjóri kominn með HSBC gögnin

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri er komin með upplýsingar um íslenska viðskiptavini HSBC-bankans í Sviss.

Ritstjórn

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn sem eiga að innihalda upplýsingar um íslenska viðskiptavini í útibúi HSBC-bankans í Sviss. Þetta staðfestir hún í samtali við Fréttablaðið og segir gögnin hafa komið frá frönskum skattayfirvöldum. Að öðru leyti sagðist hún ekki vilja tjá sig um gögnin þar sem yfirferð þeirra stendur yfir. 

Greint var frá því í febrúar síðastliðnum að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini sína við að koma fé í skattaskjöl. Lekið var upplýsingum um 30.000 svissneska reikninga til franskra skattayfirvalda árið 2007 sem kom upplýsingunum áfram til breska skattayfirvalda. HSBC hefur verið bendlað við þónokkur hneyksli á síðustu misserum, m.a. markaðsmisnoktun á gjaldeyrismörkuðum og kerfisbundna skekkingu á alþjóðlegum millibankavöxtum.

Talað er um að í gögnunum voru 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi en heildarfjárhæð þessara reikninga er talin nema 9,5 milljónum bandaríkjadollara.