Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Internets á Íslandi hf (ISNIC), telur að með samþykkt frumvarps innanríkisráðherra um landslénið .is verði stjórnvöldum fært alræðisvald yfir notkun landslénsins. Hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð stjórnvalda við afgreiðslu frumvarpsins. Í umsögn um frumvarpið sem lögmannsstofan LOGOS vann fyrir ISNIC er sagt að frumvarpið brjóti á eignarrétti. Jens segir að ráðherra verði lögsóttur ef frumvarpið fer í gegn óbreytt.

Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra var fyrst lagt fram á síðasta þingi en þá tókst ekki að ljúka málinu. Það er nú gengið til 2. umræðu á þingi. Í því er meðal annars kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sinni umsjón með íslenska höfuðléninu, sem hingað til hefur verið í höndum ISNIC. Völdum rekstraraðila er síðan veitt starfsleyfi til fimm ára í senn. Að því er Ögmundur sagði við kynningu frumvarpsins er vilji til þess að það verði ISNIC. Sá aðili skal greiða PFS 4,9% árlegt rekstrargjald af bókfærðri veltu. Upphæðin á að standa straum af kostnaði eftirlits PFS.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.