Stefán Haukur Jóhannsson mun líklega leiða hóp ríkisstjórnarinnar sem á að hafa það hlutverk að bregðast við viðbrögðum við þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins vegna makríldeilunnar. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson í samtali við Morgunblaðið . Hópurinn hefur ekki enn verið skipaður.


Gunnar Bragi segir að hópurinn muni skoða hvernig best sé að leita réttar Íslendinga ef af þvingunaraðgerðum verður. Nokkrar leiðir séu færar. Þar á meðal gerðardómur.


Ríkisstjórnin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu á föstudaginn þar sem fyrirhuguðum aðgerðum gagnvart Færeyjum og hótunum um slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er mótmælt. Segir ríkisstjórnin að slíkar aðgerðir séu brot á alþjóðasamningum.

Stefán Haukur er aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.