Skiptum er lokið á þrotabúi verktakafyrirtækisins Tindaborga ehf. Skipti hafa tekið rúm tvö ár, en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. mars 2010.

Lýstar kröfur í búið námu 313,5 milljónum króna. Upp í veðkröfur greiddust 76,9 milljónir króna, sem nemur 46,03% af lýstum kröfum. Upp í forgangskröfur greiddust 1,2 milljónir króna, eða 8,63%.

Nánar er fjallað um málið í VIðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.