Í kjölfar aukinna umsvifa í flutningum á vegum Samherja hefur verið ákveðið að flutningastarfsemin verði færð undir sérstakt svið sem verður stoðdeild við aðrar deildir félagsins. Flutningastarfsemin mun heyra undir forstjóra félagsins og mun Unnar Jónsson vera í forsvari fyrir starfsemina. Þá hefur Hildur K. Arnardóttir verið ráðin til starfa og hefur hún þegar hafið störf. Hildur er ekki ókunnug starfsemi Samherja en hún starfaði í söludeild á árunum 1998-2002 og er boðin velkomin til starfa.

Sigursteinn Ingvarsson, sem hefur haft yfirumsjón með innleiðingu á SAP hjá félaginu, mun á næstu mánuðum sjá um að stýra og endurskipuleggja verkferla og fjármál söludeildar. Sigursteinn mun vinna í nánu samstarfi við Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs.