Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að hið opinbera þurfi að fara varlega í að ráðast í framkvæmdir í miðbænum á kostnað húseigenda. Hótelrekandi í miðbænum segir ásynd miðborgarinnar hafa versnað til muna að undanförnu, en Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.

Skipulagsráð Reykjavíkurborgar tók fyrir beiðni Festa hf. á síðasta fundi sínum, sem óskaði eftir að rífa fjögur hús í miðbænum sem nú standa auð. Húsin standa á svokölluðum Klapparstígsreit sem markast af Laugavegi, Klapparstíg og Hverfisgötu. Beiðninni var hafnað, en húseigenda bent á að húsunum bæri að halda mannheldum.

Lög heimila að ráðist sé í framkvæmdir af hálfu hins opinbera á kostnað eigenda, en slíkt sé iðulega viðkvæmt. Þó sé mikilvægt að húseigendur fylgi reglugerðum, að sögn Gísla.