*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 16. október 2014 13:36

Skipulagssamkeppni um lóð RÚV

Útvarpsstjóri og borgarstjóri funduðu um framkvæmd skipulagssamkeppni. RÚV mun grynnka skuldir og Reykjavíkurborg fær þéttari byggð og fleiri leiguíbúðir.

Ritstjórn
Dagur og Magnús funduðu um skipulagssamkeppnina fyrr í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Efnt verður til skipulagssamkeppni um lóð útvarpshússins, samkvæmt tillögu sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram í borgarráði í morgun. Ætlunin er að byggja þar íbúðir, en í fréttabréfi Dags kemur fram að með þessu gæti RÚV grynnkað á skuldum sínum og borgin náð fram markmiðum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir. 

Borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri funduðu um verkefnið fyrr í vikunni, og segir Dagur verkefnið bæði geta styrkt "þjóðarútvarpið okkar og borgina." 

Borgarráð samþykkti tillögu Dags um verklag og næstu skref málsins í morgun.