Efnt verður til skipulagssamkeppni um lóð útvarpshússins, samkvæmt tillögu sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram í borgarráði í morgun. Ætlunin er að byggja þar íbúðir, en í fréttabréfi Dags kemur fram að með þessu gæti RÚV grynnkað á skuldum sínum og borgin náð fram markmiðum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir.

Borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri funduðu um verkefnið fyrr í vikunni, og segir Dagur verkefnið bæði geta styrkt "þjóðarútvarpið okkar og borgina."

Borgarráð samþykkti tillögu Dags um verklag og næstu skref málsins í morgun.