Ekki er hægt að bora niður á 4,5 kílómetra dýpi við Kröflu vegna hraunkviku á tveggja kílómetra dýpi. Því skoða menn nú nýjar nýtingarhugmyndir, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.

Íslenska djúpborunarverkefnið, IcelandDeep Drilling Project (IDDP), sem miklar vonir hafa einnig verið bundnar við er nú í biðstöðu vegna óvæntrar uppákomu í júní. Þá boruðu menn niður í bráðna hraunkviku á aðeins 2.104 metra dýpi við Kröflu.

Þar var ætlunin var að bora 4,5 kílómetra í leit að ofurheitum jarðhitavökva með yfir 375 gráðu hita og undir þrýstingi sem er meira en 220 bör. Ef djúpborunarhugmyndin gengur upp er talið að sennilega megi tífalda afkastagetu núverandi jarðhitasvæða. Vegna þessarar uppákomu fyrir norðan hafa vísindamenn lagst í hugmyndavinnu um annarskonar nýtingu holunnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .