Velta í dagvöruverslun jókst um 1,2% á föstu verðlagi á milli ára í janúar og um 6,2% á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 5,0% á síðastliðnum 12 mánuðum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarsetursins dróst sala á áfengi saman um 0,8% á milli ára á föstu verðlagi og jókst um 1,4% á breytilegu verðlagi. Áfengisverðið hækkaði um 2,2% á milli ára.

Þá dróst fataverslun saman um 1,3% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 0,4% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum hækkaði um 1,8% á milli ára.

Á móti samdrættinum jókst velta í skóverslunar um 25% í janúar á föstu verðlagi og um 11,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm lækkaði um 11,0% frá janúar í fyrra.

Velta húsgagnaverslana jókst á sama tíma um 4,9% í janúar frá sama mánuði fyrir ári á föstu verðlagi og um 10,4% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 5,2% hærra í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra.

Þá jókst velta sérverslana með rúm um 57,4% á föstu verðlagi.

Nánar um smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar