Dægurverð á 95 oktana bensíni, þ.e. með samdægurs afhendingu, hækkaði verulega á heimsmarkaði á föstudag. Við lok viðskipta kostaði tonnið 900 dali og hafði það þá hækkað um 62 dali. Þessi hækkun kom eftir að verðið hafði verið um 830-840 dali nær allan febrúar mánuð.

Sömuleiðis hækkaði verð framvirkra bensínsamninga með afhendingu í mars (RBOB) um 2,36 sent á bandarískt gallon en í einu galloni eru 3,785 lítrar.